Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2021 20:01 Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03