Myndin Election skartaði þeim Reese Witherspoon, Matthew Broderick og Chris Klein í aðalhlutverki og var í leikstjórn Alexander Payne.
Jessica Campbell fór í myndinni með hlutverk Tammy Metzler, yngri systur Paul Metzler, sem ákveður að bjóða sig fram gegn Tracy Flick, persónu Witherspoon, í kosningum til forseta nemendaráðs í bandarískum gagnfræðiskóla.
Jessica Campbell fór á leiklistarferli sínum einnig með hlutverk í þáttunum Freaks and Geeks.
Witherspoon minnist Campbell á samfélagsmiðlum í gær og segist miður sín eftir að hafa fengið fréttirnar um andlát Campbell. Það hafi verið mikil ánægja að fá að leika á móti Campbell við gerð myndarinnar.
So heart broken to hear this. Working with Jessica on Election was such a pleasure. I m sending all my love to Jessica s family and loved ones. https://t.co/xEt6bOwWqE
— Reese Witherspoon (@ReeseW) January 13, 2021
Campbell lætur eftir sig soninn Oliver, tíu ára.
