Byssu miðað að enni Rutar Kára í Róm Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Rut Kára hafði margar sögur að segja. Rut Kára er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Hún lærði fagið á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein