Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 12:54 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um.
Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03
Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30
Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35