Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 23:34 Íbúar Wuhan á ferð og flugi. Nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum í borginni. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Rúmt ár er síðan veiran greindist fyrst í mönnum. Sjá einnig: Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína Meðlimir ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hafa beint spjótum sínum að Kína vegna faraldursins en Bandaríkin hafa komið hvað verst út vegna hans. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins sem tæplega tvær milljónir manna hafa dáið vegna, og hafa gefið í skyn að veiran hafi í raun borist til Kína erlendis frá. Þá eru ráðamenn í Kína sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína eru sagðir hafa orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Alls lentu þrettán vísindamenn í Wuhan í morgun og verða þeir í fjórtán daga sóttkví, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á þeim tíma munu þeir hefja vinnu sína í gegnum fjarfundabúnað og kínverska vísindamenn. AP hefur eftir opinberum talsmanni að vísindamenn WHO muni „deila skoðunum sínum“ með kínverskum vísindamönnum en hann mun ekkert hafa sagt um það hvort þeir fengju að taka sýni eða safna vísbendingum á annan hátt. Yfirvöld í Kína hleyptu vísindamönnum frá WHO inn í landið í júlí en þeir voru skikkaðir í fjórtán daga sóttkví og var meinað að fara til Wuhan. Samkvæmt New York Times óttast sérfræðingar að niðurstaðan verði svipuð aftur. Pólitík muni koma í veg fyrir raunverulega rannsókn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38