„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 08:20 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Nánast allir hafi tekið þátt í þeim sóttvarnaaðgerðum sem farið hafi verið í og skoðanakannanir sýni að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi mikið traust eða algjört traust á aðgerðunum. Það sé algjörlega einstakt í heiminum að þjóðin standi svona þétt saman. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um það bil ár er síðan fyrstu fréttir af óþekktri veiru í Kína bárust hingað til lands. Víðir var þá nýkominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum sínum frá Knattspyrnusambandi Íslands til þess að sinna sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra. Þegar faraldurinn hafi hins vegar farið af stað fyrir alvöru hérlendis í mars hafi hann verið fenginn til að leiða teymi almannavarna í baráttunni við Covid-19. Hann segir að í upphafi hafi ekki verið vitað hversu langan tíma þetta verkefni tæki og hann segist ekki geta séð fyrir sér hvenær því ljúki; hann telji að enginn geti séð það fyrir. „Við erum að horfa á þetta í svona lotum og núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu, haustið og veturinn var erfiður fyrir alla,“ segir Víðir. Ef líkja megi tímalínunni við körfuboltaleik þá sé hægt að segja að við séum í þriðja leikhluta. „Það virðist ganga ágætlega með bóluefnið og það er það sem virðist vera leiðin okkar út úr þessu. Auðvitað vilja allir að þetta gerist miklu hraðar en framleiðslugeta á nýju bóluefni er það sem er takmarkað. Þetta er vinsælasta efnið í öllum heiminum,“ segir Víðir. Efnin verði þannig ekki til „á núll einni“ í einhverri verksmiðju. Skert starfsorka og heilaþoka í kjölfar Covid-19 „Auðvitað er maður að vona núna þegar allir sjá að þetta sé að virka og allir sjá að þetta sé að gerast þá muni þessi fyrirtæki hafa aðgang að meiri framleiðslu, það er að segja að fleiri fyrirtæki séu tilbúin til að koma með þeim í að framleiða þetta og þar af leiðandi verði þetta afgreitt fyrr. Ég held að þetta muni ganga svona hægt og rólega og um leið og við erum búin að bólusetja 30 til 50 þúsund manns þá erum við kannski búin að ná í viðkvæmasta hópinn okkar. Þar af leiðandi benda okkar líkön til þess að við erum hugsanlega búin að draga verulega úr hugsanlegu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir. Ef á sama tíma takist að halda sjó í faraldrinum innanlands þá ættum við að standa ágætlega með vormánuðum. Síðan komi það í ljós á næstu vikum og mánuðum hver framleiðslugetan verði varðandi bóluefnin. „Og þá munum við fá efni í sama hlutfalli og allir aðrir.“ Víðir er eins og kunnugt er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem fengið hefur Covid-19. Hann greindist með veiruna í lok nóvember og segist enn vera að glíma við eftirköst veikindanna. Þannig hafi hann skerta starfsorku og glími við svokallaða heilaþoku; hann hafi til dæmis þurft að einbeita sér mikið að því að keyra rétta leið heim í gærkvöldi eftir að hafa varið vinnudeginum á Seyðisfirði. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira