„Gjörsamlega breytti mínu lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2021 10:30 Elísabet Reynisdóttir aðstoðar fólk í því að taka næringu og matarræði í gegn. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur sagði frá því í Íslandi í dag fyrir ári síðan hvernig hún náði sér eftir alvarlegan taugasjúkdóm og lömun og náði að stíga upp úr hjólastólnum og ná fullri heilsu, meðal annars með breyttu mataræði og lífsstíl og með því að huga að andlegri heilsu. Og hún fór einnig í framhaldi af því í masternám í næringarfræði í Háskóla Íslands og segir hún það hafa bjargað lífi hennar. Viðtalið varð til þess að nú er komin út bók eftir Elísabetu. Vala Matt hitti Elísabetu í Íslandi í dag og forvitnaðist um tilurð bókarinnar og fékk einnig að heyra af spennandi heilsunámskeiðum sem hún heldur með Alberti Eiríkssyni sem sjálfur losnaði við ýmsa líkamlega kvilla eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá Elísabetu. „Það kom upp hugmynd að það ætti að verða til bók úr þessari sögu sem ætti að verða þerapíusaga mín. Hvernig ég jafnaði mig af mínum veikindum og hvað ég gerði. Ég lagði af stað með þá bók og skrifa um hvernig ég náði heilsu. Svo hitti ég Valgeir Skagfjörð í kaffiboði og hann poppar bara inn í líf mig og fæ hann til ritstýra bók sem lýsir ferlinu þegar ég næ bata. Til að kynnast fórum við í sumarbústað saman og töluðum og töluðum saman og ég sagði honum sögu mínu í einn eða tvo sólarhringa og ég grét rosalega mikið í þessu ferli.“ Hún segir að þetta ferðalag hafi reynst henni of erfitt og hún hafi ákveðið að bakka með þetta og þau hættu samstarfi. „Tveimur eða þremur vikum seinna hringi ég í hann og spyr hvort við getum fundið flöt á því að halda áfram. Hann sagði þá að það hafi aldrei neitt annað staðið til og hann vissi bara að hann þyrfti að bíða eftir mér. Við kláruðum söguna í október og hún kom út í nóvember.“ Í bókinni er Elísabet mjög opin og hreinskilin og hlífir sjálfri sér hvergi í lýsingum á ýmsum átökum og einnig leit hennar að ástinni. Í dag er hún á góðum stað í lífinu og hefur slegið í gegn bæði með vinnu sinni sem næringarfræðingur á Heilsuvernd í Kópavogi og einnig nú með námskeiðum ásamt Alberti Eiríkssyni. „Ég hafði heyrt af námskeiðunum með Elísabetu, hún hafði verið að þróa þetta og bað okkur Bergþór að koma í prufuhóp í fjórar vikur í haust. Hún sendir okkur uppskriftir og leiðbeiningar hvenær við borðum og ákveðið kerfi sem hún var búin að þróa og hanna. Ég vissi ekki alveg við hverjum mátti búast en svo deildi ég með henni öllu sem gerðist,“ segir Albert. „Það sem gerðist og kom mér mest á óvart var að bólgur hurfu. Kosturinn er að þú ert að borða mat, góðan mat,“ segir Albert. „Ég var með eina konu fyrir ári síðan sem ég tók á þetta prógramm og hennar akkilesarhæll var að hún var að drekka of mikið áfengi. Ég aðstoðaði hana við það að taka það út og einbeita okkur að hollu og góðu matarræði. Þetta var kona á sjötugsaldri og þakkar mér fyrir þetta í dag. Hún þakkaði mér óvart með að setja á vegginn minn, þakka þér fyrir elsku Elísabet mín og meira segja kynlífið er orðið betra,“ segir Elísabet. Elísabet aðstoðaði til að mynda Olgu Helgadóttur sem var í mikilli yfirþyngd en á sama tíma að upplifa næringarskort. „Þetta breytti öllu í mínu lífi og ég held að geti fullyrt það að ég væri ekkert að tala við þig í dag ef hún hefði ekki gripið inn í mín mál á sínum tíma. Þegar ég leita til Betu er ég í ofboðslega miklum næringarskorti. Ég var öll marin og var farin að missa hárið og mér leið ofboðslega illa andlega. Það helst í hendur ef þú ert ekki að nærast fer andlega heilsan niður. Hún gjörsamlega breytti mínu lífi. Það sem er svo fallegt er að hún byrjar á því að skoða alla söguna þína og horfir á hana og hjálpar þér út frá því hver þú ert en ekki út frá einhverri formúlu,“ segir Olga. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Og hún fór einnig í framhaldi af því í masternám í næringarfræði í Háskóla Íslands og segir hún það hafa bjargað lífi hennar. Viðtalið varð til þess að nú er komin út bók eftir Elísabetu. Vala Matt hitti Elísabetu í Íslandi í dag og forvitnaðist um tilurð bókarinnar og fékk einnig að heyra af spennandi heilsunámskeiðum sem hún heldur með Alberti Eiríkssyni sem sjálfur losnaði við ýmsa líkamlega kvilla eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá Elísabetu. „Það kom upp hugmynd að það ætti að verða til bók úr þessari sögu sem ætti að verða þerapíusaga mín. Hvernig ég jafnaði mig af mínum veikindum og hvað ég gerði. Ég lagði af stað með þá bók og skrifa um hvernig ég náði heilsu. Svo hitti ég Valgeir Skagfjörð í kaffiboði og hann poppar bara inn í líf mig og fæ hann til ritstýra bók sem lýsir ferlinu þegar ég næ bata. Til að kynnast fórum við í sumarbústað saman og töluðum og töluðum saman og ég sagði honum sögu mínu í einn eða tvo sólarhringa og ég grét rosalega mikið í þessu ferli.“ Hún segir að þetta ferðalag hafi reynst henni of erfitt og hún hafi ákveðið að bakka með þetta og þau hættu samstarfi. „Tveimur eða þremur vikum seinna hringi ég í hann og spyr hvort við getum fundið flöt á því að halda áfram. Hann sagði þá að það hafi aldrei neitt annað staðið til og hann vissi bara að hann þyrfti að bíða eftir mér. Við kláruðum söguna í október og hún kom út í nóvember.“ Í bókinni er Elísabet mjög opin og hreinskilin og hlífir sjálfri sér hvergi í lýsingum á ýmsum átökum og einnig leit hennar að ástinni. Í dag er hún á góðum stað í lífinu og hefur slegið í gegn bæði með vinnu sinni sem næringarfræðingur á Heilsuvernd í Kópavogi og einnig nú með námskeiðum ásamt Alberti Eiríkssyni. „Ég hafði heyrt af námskeiðunum með Elísabetu, hún hafði verið að þróa þetta og bað okkur Bergþór að koma í prufuhóp í fjórar vikur í haust. Hún sendir okkur uppskriftir og leiðbeiningar hvenær við borðum og ákveðið kerfi sem hún var búin að þróa og hanna. Ég vissi ekki alveg við hverjum mátti búast en svo deildi ég með henni öllu sem gerðist,“ segir Albert. „Það sem gerðist og kom mér mest á óvart var að bólgur hurfu. Kosturinn er að þú ert að borða mat, góðan mat,“ segir Albert. „Ég var með eina konu fyrir ári síðan sem ég tók á þetta prógramm og hennar akkilesarhæll var að hún var að drekka of mikið áfengi. Ég aðstoðaði hana við það að taka það út og einbeita okkur að hollu og góðu matarræði. Þetta var kona á sjötugsaldri og þakkar mér fyrir þetta í dag. Hún þakkaði mér óvart með að setja á vegginn minn, þakka þér fyrir elsku Elísabet mín og meira segja kynlífið er orðið betra,“ segir Elísabet. Elísabet aðstoðaði til að mynda Olgu Helgadóttur sem var í mikilli yfirþyngd en á sama tíma að upplifa næringarskort. „Þetta breytti öllu í mínu lífi og ég held að geti fullyrt það að ég væri ekkert að tala við þig í dag ef hún hefði ekki gripið inn í mín mál á sínum tíma. Þegar ég leita til Betu er ég í ofboðslega miklum næringarskorti. Ég var öll marin og var farin að missa hárið og mér leið ofboðslega illa andlega. Það helst í hendur ef þú ert ekki að nærast fer andlega heilsan niður. Hún gjörsamlega breytti mínu lífi. Það sem er svo fallegt er að hún byrjar á því að skoða alla söguna þína og horfir á hana og hjálpar þér út frá því hver þú ert en ekki út frá einhverri formúlu,“ segir Olga.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira