Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 10:52 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa fyrstu bólusetningar við Covid-19 sem fram fóru þann 29. desember. Vísir/vilhelm Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45