Þar segir að hjónin séu lukkuleg með vinningin og hafi raunar átt erfitt með að trúa því að þau hefðu hreppt hann. Þá segir Íslensk getspá að hjónin búi í göngufæri við Kringluna og eiginmaðurinn rölti iðulega þangað til að kaupa sér lottómiða. Vinningsmiðinn hafi einmitt verið keyptur í einum slíkum göngutúr.
Í síðustu viku vann ungur maður 60 milljónir í Víkingalottó. Íslensk getspá hafði eftir honum að hann hygðist kaupa sér íbúð og bíl fyrir vinninginn.