Conte tókst að sigra Gömlu konuna Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2021 21:42 Antonio Conte var líflegur í kvöld, eins og svo oft áður. Claudio Villa/Getty Inter vann 2-0 sigur á Juventus í stórleik ítalska boltans í kvöld. Antonio Conte hafði aldrei unnið leik gegn Juventus sem stjóri annars liðs en það tókst loksins í kvöld. Arturo Vidal valdi réttan tímapunkt til þess að skora fyrsta mark hans á leiktíðinni en hann skoraði á tólftu mínútu. 1-0 var staðan í hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Nicolo Barella forystuna fyrir Inter. Juventus náði ekki að minnka muninn og þar við sat. Lokatölur 2-0. Inter er með 40 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og AC Milan, sem á þó leik til góða. Juventus er í fimmta sætinu með 33 stig. Inter 2-0 Juventus FT: Shots: 17-9 Shots on target: 5-4 Passing accuracy: 88%-91% Possession: 49%-51% https://t.co/QTMqT473zf— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Ítalski boltinn
Inter vann 2-0 sigur á Juventus í stórleik ítalska boltans í kvöld. Antonio Conte hafði aldrei unnið leik gegn Juventus sem stjóri annars liðs en það tókst loksins í kvöld. Arturo Vidal valdi réttan tímapunkt til þess að skora fyrsta mark hans á leiktíðinni en hann skoraði á tólftu mínútu. 1-0 var staðan í hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Nicolo Barella forystuna fyrir Inter. Juventus náði ekki að minnka muninn og þar við sat. Lokatölur 2-0. Inter er með 40 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og AC Milan, sem á þó leik til góða. Juventus er í fimmta sætinu með 33 stig. Inter 2-0 Juventus FT: Shots: 17-9 Shots on target: 5-4 Passing accuracy: 88%-91% Possession: 49%-51% https://t.co/QTMqT473zf— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021