Guðný er að láni hjá Napoli frá AC Milan eftir að hafa komið frá Val til AC Milan í vetur.
Napoli byrjaði betur og komst yfir eftir fjórtán mínútna leik en það voru Rómverjar sem fóru með forystu í leikhlé eftir mörk á 23. og 35.mínútu.
Napoli jafnaði metin úr vítaspyrnu á 56.mínútu en heimakonur náðu forystunni aftur átta mínútum síðar.
Ekki voru fleiri mörk skoruð og 3-2 sigur Roma staðreynd. Guðný lék allan leikinn fyrir Napoli sem vermir botnsæti deildarinnar.