„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 08:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast það helst að fólk fari nú að sleppa fram af sér beislinu og að það komi bakslag í faraldurinn. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira