„Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu.

Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“.
Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu.
„Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert.
„Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við.

Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð.
Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma.