Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. janúar 2021 08:31 Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 fyrir verkefnið Peysa með öllu. Hönnunina frumsýndi hún á HönnunarMars í sumar með tískusýningu sem vakti mikla athygli. Blóð studio Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða tilkynntar hér á Vísi í dag og næstu daga. Fyrstu tilnefninguna til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hlýtur Peysa með öllu eftir Ýrúrarí. Hér fyrir neðan má lesa rökstuðning dómnefndar: „Öllum finnst gaman að lífga upp á útlitið, hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um peysur sem hafa endað í Rauða Krossinum. Verkefnið Peysa með öllu var frumsýnt á HönnunarMars í júní 2020 og vöktu peysurnar, skreyttar skemmtilegum tilvísunum í pylsur, mikla athygli. Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí nýtti sér peysur frá Rauða Krossinum og glæddi þær lífi með hnyttnum og duttlungafullum hætti þannig að flíkurnar öðluðust alveg nýtt líf eftir allt volkið þar. Þetta eru flíkur sem oftar en ekki lenda í ruslagámunum meðal annars vegna sósubletta frá þjóðarrétti Íslendinga, pylsu í brauði, sem varð innblástur verkefnisins. Í stað þess að fela blettina urðu þeir uppspretta skemmtilegra textílverka þar sem tómatsósa, sinnepshringir, hlæjandi munnar og fjölbreytilegar tungur fengu að njóta sín. Innan um öll uppskrúfuðu tískuhugtökin sem reiða sig á alvarlegt inntak og framsetningu veitti þetta verkefni heillandi og fjörlegt mótvægi, opnar leið til að glæða tískuna lífi með húmor og gleði.“ Tilnefningarnar til Hönnunarverðlauna Íslands verða tilkynntar hér á Vísi næstu daga.Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Um verkefnið: Peysa með öllu var frumsýnt á HönnunarMars 2020. Í verkefninu Peysa með öllu, vinnur textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, með óseljanlegar peysur úr fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Peysurnar hafa flestar orðið fyrir hversdagslegum mannlegum óhöppum sem skilja eftir sig varanleg ummerki og hafa þar af leiðandi endað í fatasöfnuninni. Í ferlinu að því að laga og umbreyta peysunum fer Ýr óhefðbundnar leiðir þar sem sósublettir fá nýtt útlit, götóttar peysur fá fleiri göt með nýjum gildum og hnökrar, lykkjuföll, slettur og flekkir heyra sögunni til í nýrri einstakri flík. ÝrúraríÝrúraríÝrúraríÝrúrarí Um hönnuðinn: Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textíl hönnun frá Glasgow School of art árið 2018 en hefur unnið með peysuformið og prjón síðan 2012. Ýr er þekkt fyrir mikla leikgleði og fyndni í bland við hagnýtni í verkum sínum og hafa peysurnar hennar vakið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis. Undanfarin ár hefur efnisval í verkefnum Ýrar færst í sjálfbærari áttir og þema í sköpunarferlinu gjarnan með undirliggjandi hugleiðingum um vitundarvakningu á textílneyslu. Yrurari.com Yrurari á Instagram Hér fyrir neðan má sjá kynningu fyrstu tilnefningunni til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Myndbandið er framleitt af Blóð studio. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 - Ýrúrarí Beina sjónum að því besta Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Verðlaunin eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Milljón króna peningaverðlaun Við val á verðlaunahafa er haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkið/verkin þurfa að vera einstök, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í vinnubrögðum. Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Nánar á síðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir „Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. 16. janúar 2021 11:00 „Þarft framtak að líta okkur nær“ Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað. 12. desember 2020 09:01 Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Valdís Steinarsdóttir hönnuður hlýtur Formex Nova verðlaunin í ár. Hún tekur rafrænt við verðlaununum í kvöld. 18. ágúst 2020 14:49 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fyrstu tilnefninguna til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hlýtur Peysa með öllu eftir Ýrúrarí. Hér fyrir neðan má lesa rökstuðning dómnefndar: „Öllum finnst gaman að lífga upp á útlitið, hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um peysur sem hafa endað í Rauða Krossinum. Verkefnið Peysa með öllu var frumsýnt á HönnunarMars í júní 2020 og vöktu peysurnar, skreyttar skemmtilegum tilvísunum í pylsur, mikla athygli. Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí nýtti sér peysur frá Rauða Krossinum og glæddi þær lífi með hnyttnum og duttlungafullum hætti þannig að flíkurnar öðluðust alveg nýtt líf eftir allt volkið þar. Þetta eru flíkur sem oftar en ekki lenda í ruslagámunum meðal annars vegna sósubletta frá þjóðarrétti Íslendinga, pylsu í brauði, sem varð innblástur verkefnisins. Í stað þess að fela blettina urðu þeir uppspretta skemmtilegra textílverka þar sem tómatsósa, sinnepshringir, hlæjandi munnar og fjölbreytilegar tungur fengu að njóta sín. Innan um öll uppskrúfuðu tískuhugtökin sem reiða sig á alvarlegt inntak og framsetningu veitti þetta verkefni heillandi og fjörlegt mótvægi, opnar leið til að glæða tískuna lífi með húmor og gleði.“ Tilnefningarnar til Hönnunarverðlauna Íslands verða tilkynntar hér á Vísi næstu daga.Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Um verkefnið: Peysa með öllu var frumsýnt á HönnunarMars 2020. Í verkefninu Peysa með öllu, vinnur textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, með óseljanlegar peysur úr fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Peysurnar hafa flestar orðið fyrir hversdagslegum mannlegum óhöppum sem skilja eftir sig varanleg ummerki og hafa þar af leiðandi endað í fatasöfnuninni. Í ferlinu að því að laga og umbreyta peysunum fer Ýr óhefðbundnar leiðir þar sem sósublettir fá nýtt útlit, götóttar peysur fá fleiri göt með nýjum gildum og hnökrar, lykkjuföll, slettur og flekkir heyra sögunni til í nýrri einstakri flík. ÝrúraríÝrúraríÝrúraríÝrúrarí Um hönnuðinn: Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textíl hönnun frá Glasgow School of art árið 2018 en hefur unnið með peysuformið og prjón síðan 2012. Ýr er þekkt fyrir mikla leikgleði og fyndni í bland við hagnýtni í verkum sínum og hafa peysurnar hennar vakið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis. Undanfarin ár hefur efnisval í verkefnum Ýrar færst í sjálfbærari áttir og þema í sköpunarferlinu gjarnan með undirliggjandi hugleiðingum um vitundarvakningu á textílneyslu. Yrurari.com Yrurari á Instagram Hér fyrir neðan má sjá kynningu fyrstu tilnefningunni til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Myndbandið er framleitt af Blóð studio. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 - Ýrúrarí Beina sjónum að því besta Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Verðlaunin eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Milljón króna peningaverðlaun Við val á verðlaunahafa er haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkið/verkin þurfa að vera einstök, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í vinnubrögðum. Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Nánar á síðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir „Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. 16. janúar 2021 11:00 „Þarft framtak að líta okkur nær“ Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað. 12. desember 2020 09:01 Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Valdís Steinarsdóttir hönnuður hlýtur Formex Nova verðlaunin í ár. Hún tekur rafrænt við verðlaununum í kvöld. 18. ágúst 2020 14:49 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. 16. janúar 2021 11:00
„Þarft framtak að líta okkur nær“ Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað. 12. desember 2020 09:01
Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Valdís Steinarsdóttir hönnuður hlýtur Formex Nova verðlaunin í ár. Hún tekur rafrænt við verðlaununum í kvöld. 18. ágúst 2020 14:49