Mandzukic hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Al Duhail í Katar í sumar. Hann þekkir vel til í ítölsku úrvalsdeildinni en hann lék með Juventus á árunum 2015-19 og varð fjórum sinnum Ítalíumeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.
We have a new number 9
— AC Milan (@acmilan) January 19, 2021
Welcome, @MarioMandzukic9 #ReadyToUnleash #SempreMilan pic.twitter.com/uFKeUo8FEd
Hinn 34 ára Mandzukic á að styðja við bakið á Zlatan Ibrahimovic í framlínu Milan. Svíinn skoraði bæði mörk Milan í 0-2 útisigri á Cagliari í gær.
Zlatan er himinlifandi að fá Mandzukic til Milan. „Ég er mjög ánægður. Nú verðum við tveir til að skjóta andstæðingunum skelk í bringu,“ sagði sænski framherjinn.
Milan er með þriggja stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar og komið í átta liða úrslit ítölsku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Inter.
Mandzukic lék 89 landsleiki fyrir Króatíu og skoraði 33 mörk á árunum 2007-18. Síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur HM í Rússlandi þar sem Frakkland sigraði Króatíu, 4-2. Mandzukic skoraði bæði í rétt og rangt mark í leiknum.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.