Ofbeldi gegn fötluðum svartur blettur á samfélaginu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:23 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ofbeldi gegn fötluðum svartan blett á íslensku samfélagi. Aðgerðateymi gegn ofbeldi hefur skilað ráðherra úrbóttatillögum í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu. Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu.
Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira