Biden og Harris taka við embætti: Dagurinn í myndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2021 00:34 Kamala Harris er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að verða varaforseti. Á þessari mynd frá þessum sögulega degi má sjá hvar Kamala Harris knúsar litla frænku sína sem heitir Amara. Amara líkt og svo margar aðrar ungar stelpur í Bandaríkjunum og víðar um heimin á eflaust eftir að líta á frænku sína sem mikla fyrirmynd og brautryðjanda. Getty/Mark Makela Fánar blöktu þar sem venjulega stendur fólk, þjóðvarðliðar í þúsundatali gengu fylktu liði um Washington-borg og fráfarandi forseti var ekki viðstaddur þegar nýr forseti tók við embætti Bandaríkjaforseta í dag. Dagurinn var fyrir margar sakir sögulegur, ekki hvað síst vegna þess að í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna er kona orðin varaforseti. Joe Biden og Kamala Harris tóku við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, sléttum tveimur vikum eftir að ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum, en innsetningarathöfnin fór fram á sömu tröppum og þúsundir mótmælenda, eða öllu heldur æstur múgur, kom saman fyrir hálfum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir embættistöku þeirra. Athöfnin gekk þó að mestu snuðrulaust fyrir sig en svipmyndir frá þessum sögulega degi má finna hér að neðan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir líklegast komið saman í hjarta Washington DC til þess að fylgjast með athöfninni. Í ljósi kórónuveirufaraldursins og gríðarlega hertra öryggisaðgerða var svo þó ekki en þess í stað var þúsundum fána komið fyrir í staðinn.Getty/Stephanie Keith Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Washington nokkuð snemma í morgun og héldu til Palm Beach á Flórída, vel áður en innsetningarathöfnin hófst.Getty/Noam Galai Joe Biden og Barack Obama heilsuðust að góðra vina sið er þeir voru báðir mættir til athafnarinnar. Biden var varaforseti í tíð Obama-stjórnarinnar.Getty/Kevin Dietsch Það var vart þverfótað fyrir þjóðvarliðum sem stóðu vörð víðsvegar um borgina.Getty/Erin Schaff Söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun við athöfnina og vakti mikla lukku. Sjálf styður hún forsetann og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Getty/Kevin Dietsch Kamala Harris sór embættiseið og varð þar með fyrst kvenna í sögunni til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Þótt nokkur hópur fólks hafi verið viðstaddur innsetninguna í dag var það ekkert í líkingu við það sem venjulega er. Flestir ef ekki allir báru grímu og reynt að tryggja fjarlægðarmörk.Getty/Greg Nash Þá sór Joe Biden embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Forsetinn smellti síðan eldheitum kossi á sína heittelskuðu, forsetafrúna Jill Biden. Getty/Saul Loeb Biden og Harris hyggjast sem teymi leiða Bandaríkin næstu fjögur árin.Getty/Kevin Dietsch Nokkru eftir að athöfninni lauk fór fram heljarinnar skrúðganga, þó fámennari en venjulega, þar sem lúðrasveit og hermenn, auk þeirra Biden og Harris, voru meðal þátttakenda.Getty/Patrick Smith Biden kastaði kveðju á fjölmiðlafólk og á Muriel Bowser, borgarstjóra Washington DC, sem hann gekk ásamt fjölskyldu sinni síðasta spölin niður Pennsylvania Avenue og í átt að Hvíta húsinu.Getty/Doug Mills Jill og Joe Biden mætt á tröppur Hvíta hússins. Getty/Alex Brandon Kamala Harris gekk einnig síðasta spöl skrúðgöngunnar ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff og litlu frænku sinni sem heitir Amara.Vísir/Drew Angerer Joe Biden var ekki lengi að koma sér að verki eftir að hann var mættur í Hvíta húsið og hófst þegar handa við að undirrita forsetatilskipanir sem sjá má í bunkanum á skrifborði hans. Meðal annars undirritaði hann tilskipun sem kveður á um að Bandaríkin muni aftur gerast aðilar að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Það er ekki eina ákvörðun forvera hans í embætti sem Biden hyggst hnekkja nú þegar hann hefur tekið við valdamesta embætti Bandaríkjanna.Getty/Chip Somodevilla Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Joe Biden og Kamala Harris tóku við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, sléttum tveimur vikum eftir að ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum, en innsetningarathöfnin fór fram á sömu tröppum og þúsundir mótmælenda, eða öllu heldur æstur múgur, kom saman fyrir hálfum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir embættistöku þeirra. Athöfnin gekk þó að mestu snuðrulaust fyrir sig en svipmyndir frá þessum sögulega degi má finna hér að neðan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir líklegast komið saman í hjarta Washington DC til þess að fylgjast með athöfninni. Í ljósi kórónuveirufaraldursins og gríðarlega hertra öryggisaðgerða var svo þó ekki en þess í stað var þúsundum fána komið fyrir í staðinn.Getty/Stephanie Keith Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Washington nokkuð snemma í morgun og héldu til Palm Beach á Flórída, vel áður en innsetningarathöfnin hófst.Getty/Noam Galai Joe Biden og Barack Obama heilsuðust að góðra vina sið er þeir voru báðir mættir til athafnarinnar. Biden var varaforseti í tíð Obama-stjórnarinnar.Getty/Kevin Dietsch Það var vart þverfótað fyrir þjóðvarliðum sem stóðu vörð víðsvegar um borgina.Getty/Erin Schaff Söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun við athöfnina og vakti mikla lukku. Sjálf styður hún forsetann og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Getty/Kevin Dietsch Kamala Harris sór embættiseið og varð þar með fyrst kvenna í sögunni til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Þótt nokkur hópur fólks hafi verið viðstaddur innsetninguna í dag var það ekkert í líkingu við það sem venjulega er. Flestir ef ekki allir báru grímu og reynt að tryggja fjarlægðarmörk.Getty/Greg Nash Þá sór Joe Biden embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Forsetinn smellti síðan eldheitum kossi á sína heittelskuðu, forsetafrúna Jill Biden. Getty/Saul Loeb Biden og Harris hyggjast sem teymi leiða Bandaríkin næstu fjögur árin.Getty/Kevin Dietsch Nokkru eftir að athöfninni lauk fór fram heljarinnar skrúðganga, þó fámennari en venjulega, þar sem lúðrasveit og hermenn, auk þeirra Biden og Harris, voru meðal þátttakenda.Getty/Patrick Smith Biden kastaði kveðju á fjölmiðlafólk og á Muriel Bowser, borgarstjóra Washington DC, sem hann gekk ásamt fjölskyldu sinni síðasta spölin niður Pennsylvania Avenue og í átt að Hvíta húsinu.Getty/Doug Mills Jill og Joe Biden mætt á tröppur Hvíta hússins. Getty/Alex Brandon Kamala Harris gekk einnig síðasta spöl skrúðgöngunnar ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff og litlu frænku sinni sem heitir Amara.Vísir/Drew Angerer Joe Biden var ekki lengi að koma sér að verki eftir að hann var mættur í Hvíta húsið og hófst þegar handa við að undirrita forsetatilskipanir sem sjá má í bunkanum á skrifborði hans. Meðal annars undirritaði hann tilskipun sem kveður á um að Bandaríkin muni aftur gerast aðilar að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Það er ekki eina ákvörðun forvera hans í embætti sem Biden hyggst hnekkja nú þegar hann hefur tekið við valdamesta embætti Bandaríkjanna.Getty/Chip Somodevilla
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira