Frá þessu er greint á heimasíðu hátíðarinnar. Þar segir að þeir miðar sem hafi verið seldir á hátíðina í ár muni gilda á hátíðinni sem nú er fyrirhuguð sumarið 2022. Einnig þurfti að fresta hátíðinni síðasta sumar, 2020, vegna heimsfaraldursins.
Glastonbury-hátíðin, sem fram fer í Somerset í Vestur-Englandi, var fyrst haldin árið 1970 og hefur að undanförnu staðið í fimm daga. Átti hún að fara fram dagana 23. til 27. júní í ár.
Einstök ár hefur hátíðin verið felld niður til að „gefa jörðinni, bænum og skipuleggjendum frí“.
With great regret, we must announce that this year s Glastonbury Festival will not take place, and that this will be another enforced fallow year for us. Tickets for this year will roll over to next year. Full statement below and on our website. Michael & Emily pic.twitter.com/SlNdwA2tHd
— Glastonbury Festival (@glastonbury) January 21, 2021