Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 14:16 Saksóknarinnar Nicola Gratteri ræðir við blaðamenn. Hann segir 'Ndrangheta-mafíuna leitast eftir pólitískum áhrifum. AP/Valeria Ferraro Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. ‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum. Ítalía Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum.
Ítalía Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira