Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 23-23 | Jafnt í toppslagnum á Hlíðarenda Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 19:55 Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með átta mörk. vísir/hulda margrét Jafntefli var niðurstaðan í toppslag 6. umferðar í Olís deild kvenna þar sem Valur og KA/Þór mættust á Hlíðarenda í kvöld. Jafnt var í hálfleik og að leik loknum, lokatölur 23-23. Valskonur voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og náðu undirtökunum snemma leiks. Norðan stúlkur eltu allan leikinn og misstu heimamenn aldrei langt frá sér, munurinn mest tvö mörk en staðan jöfn í hálfleik 11-11. Bæði lið spiluðu virkilega þéttan varnarleik og kom það niður á sóknarleik liðanna á köflum. KA/Þór komst fyrst í forystu í upphafi síðari hálfleiks en Valskonur svöruðu strax með tveimur mörkum og þannig skiptust liðin á að leiða leikinn í síðari hálfeik. Það var svo í stöðunni 22-20 sem Valur náði tveggja marka forystu og virtust ætla að keyra á gestina á loka mínútunum og sækja stigin tvö. KA/Þór sótti í kjölfarið tvö vítaköst sem Rut Jónsdóttir skoraði úr og staðan var jöfn 22-22 þegar rétt um mínúta var til leiksloka, Lovísa Thompson skoraði þá fyrir Val með skoti yfir völlinn á autt mark gestanna sem fengu þá tækifæri á því að jafna leikinn sem og þær gerðu. Kristín Jóhannsdóttir skoraði loka mark leiksins, 23-23, lokatölur á Hlíðarenda Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru að spila virkilega skemmtilegan handbolta í dag, þar sem það var keyrt áfram af fullum krafti, hart barist og læti á vellinum. Gæðin skiluðu Val góðum mörkum sóknarlega og leikmenn voru ótrúlega þéttir varnarlega á meðan karakterinn keyrði norðan stúlkur áfram sem neituðu að gefast upp. Valur spilaði betri handbolta í dag en barátta KA/Þórs skilaði þeim einu stigi á útivelli sem var að lokum sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Það voru ótrúlega margir leikmenn sem spiluðu vel í dag. Lovísa Thompson heldur áfram á sömu braut, fer fyrir liðinu sóknarlega og barðist vel í vörninni með þeim Mariam Eratze og Huldu Dís Þrastardóttur sem mynduðu þéttan vegg í miðri vörninni. Þá var Þórey Anna Ásgeirsdóttir að skila miklu fyrir Val, sérstaklega framan af leik. Hjá gestunum var sem fyrr, Rut Jónsdóttir, í aðalhlutverki. Hún var markahæst með 9 mörk en þar af voru 6 úr vítaköstum. Aldís Ásta Heimsdóttir átti frábæran leik við hlið Rutar í dag. Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki til afspurnar í dag, Matea Lonac fann sig ekki í marki gestanna og sama má segja um markmenn Vals, Saga Sif Gísladóttir byrjaði þó vel en það dró fljótlega af henni. Hvað gerist næst? Það er komið að 7. umferðinni. Mótið strax að verða hálfnað eftir að ákveðið var að stytta deildina um þriðjung. Valskonur sækja HK heim í Kórinn á laugardaginn klukkan 18 og KA/Þór fær Fram í heimsókn norður til Akureyrar, tveir hörkuleikir framundan á laugardaginn kemur. Ágúst: Anton segir að þetta hafi ekki verið víti, þar við situr Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sagði KA/Þór hafa spilað mjög hægan leik.vísir/hulda margrét „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá held ég að jafntefli sé bara nokkuð sanngjörn niðurstaða,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals að leik loknum „KA/Þór er bara með mjög gott lið. Þær spiluðu 7 á 6 og náðu að keyra leikinn niður í mjög hægan leik. Í raun og veru fannst mér þetta á köflum full mikið hjá þeim en þær gerðu þetta vel og eiga hrós skilið.“ „Við hefðum þurft að vera klókari í þessum stöðum þegar við vorum við það að ná tökum á leiknum en gerum okkur sek um of mikið af mistökum og því fór sem fór“ sagði Gústi, en liðið var í kjörstöðu með tveggja marka forystu undir lok leiks Valur fékk svo tækifæri á því að stela sigrinum, 15 sekúndur voru eftir af leiknum þegar Gústi tekur leikhlé og stillir þá upp í eina lokasókn. Lovísa Thompson sótti á marki og fékk dæmdan á sig ruðning sem Rakel Sara Elvarsdóttir sótti. Þjálfarar liðanna voru ekki sammála um hvort þarna væri um ruðning eða brot að ræða „Mér fannst þetta vera víti, Anton [Gylfi Pálsson, dómari leiksins] segir að þetta hafi ekki verið víti og þar við situr, hann veit þetta“ „Þetta var bara einn leikur gegn öflugu liði. Við náðum ekki að sýna nægilega góða frammistöðu í dag og eigum enn eitthvað af leikmönnum inni og mætum af fullum krafti í næsta leik“ sagði Gústi að lokum Andri Snær: Gríðarlega sterkt stig hjá mínu liði Þjálfari KA/Þórs, Andri Snær Stefánsson, var sáttur með frammistöðu síns liðs á erfiðum útivelli.vísir/hulda margrét „Þetta er frábært stig fyrir okkur“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs eftir jafnteflið í Origo höllinni í kvöld. „Við vorum að berjast þvílíkt fyrir stiginu í dag og við áttum það skilið. Við vorum að elta allan leikinn og gáfumst aldrei upp. Gríðarlega sterkt stig hjá mínu liði og ég er mjög stoltur af þessari frammistöðu í kvöld“ „Karakterinn var mikill, þótt við værum að elta allan leikinn þá var munurinn aldrei mikill. Hvernig við útfærðum 7 á 6 var jákvætt, við gerðum það mjög vel og fengum þar fullt af möguleikum“ sagði Andri Snær, ánægður með sínar konur eftir leik Valur hafði undirtökin á leiknum en Andri talar um hversu ánægður hann er með sínar konur að hafa ekki misst leikinn frá sér og tekur hann undir það að Valur hafi átt auðveldara með sínar aðgerðir lengst af „Alveg klárlega, Valur er á heimavelli með frábært lið, við vorum að rúlla mikið á sama mannskapnum og vorum orðnar þreyttar og þurftum að hafa svolítið fyrir mörkunum okkar, en ef við hefðum verið aðeins klókari varnarlega þá hefðum við getað tekið bæði stigin“ sagði Andri Í næstu umferð mætir KA/Þór Fram á heimavelli, Andri segir spenningur fyrir því að taka á móti deildarmeisturunum „Við erum í þessari deild til þess að taka hvern leik fyrir sig, það verður mjög gaman að mæta Fram sem er auðvitað bara hálft landsliðið. Við skulum orða það þannig að við erum mjög spennt að fá Fram liðið norður“ sagði Andri að lokum Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri
Jafntefli var niðurstaðan í toppslag 6. umferðar í Olís deild kvenna þar sem Valur og KA/Þór mættust á Hlíðarenda í kvöld. Jafnt var í hálfleik og að leik loknum, lokatölur 23-23. Valskonur voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og náðu undirtökunum snemma leiks. Norðan stúlkur eltu allan leikinn og misstu heimamenn aldrei langt frá sér, munurinn mest tvö mörk en staðan jöfn í hálfleik 11-11. Bæði lið spiluðu virkilega þéttan varnarleik og kom það niður á sóknarleik liðanna á köflum. KA/Þór komst fyrst í forystu í upphafi síðari hálfleiks en Valskonur svöruðu strax með tveimur mörkum og þannig skiptust liðin á að leiða leikinn í síðari hálfeik. Það var svo í stöðunni 22-20 sem Valur náði tveggja marka forystu og virtust ætla að keyra á gestina á loka mínútunum og sækja stigin tvö. KA/Þór sótti í kjölfarið tvö vítaköst sem Rut Jónsdóttir skoraði úr og staðan var jöfn 22-22 þegar rétt um mínúta var til leiksloka, Lovísa Thompson skoraði þá fyrir Val með skoti yfir völlinn á autt mark gestanna sem fengu þá tækifæri á því að jafna leikinn sem og þær gerðu. Kristín Jóhannsdóttir skoraði loka mark leiksins, 23-23, lokatölur á Hlíðarenda Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru að spila virkilega skemmtilegan handbolta í dag, þar sem það var keyrt áfram af fullum krafti, hart barist og læti á vellinum. Gæðin skiluðu Val góðum mörkum sóknarlega og leikmenn voru ótrúlega þéttir varnarlega á meðan karakterinn keyrði norðan stúlkur áfram sem neituðu að gefast upp. Valur spilaði betri handbolta í dag en barátta KA/Þórs skilaði þeim einu stigi á útivelli sem var að lokum sanngjörn niðurstaða. Hverjar stóðu upp úr? Það voru ótrúlega margir leikmenn sem spiluðu vel í dag. Lovísa Thompson heldur áfram á sömu braut, fer fyrir liðinu sóknarlega og barðist vel í vörninni með þeim Mariam Eratze og Huldu Dís Þrastardóttur sem mynduðu þéttan vegg í miðri vörninni. Þá var Þórey Anna Ásgeirsdóttir að skila miklu fyrir Val, sérstaklega framan af leik. Hjá gestunum var sem fyrr, Rut Jónsdóttir, í aðalhlutverki. Hún var markahæst með 9 mörk en þar af voru 6 úr vítaköstum. Aldís Ásta Heimsdóttir átti frábæran leik við hlið Rutar í dag. Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki til afspurnar í dag, Matea Lonac fann sig ekki í marki gestanna og sama má segja um markmenn Vals, Saga Sif Gísladóttir byrjaði þó vel en það dró fljótlega af henni. Hvað gerist næst? Það er komið að 7. umferðinni. Mótið strax að verða hálfnað eftir að ákveðið var að stytta deildina um þriðjung. Valskonur sækja HK heim í Kórinn á laugardaginn klukkan 18 og KA/Þór fær Fram í heimsókn norður til Akureyrar, tveir hörkuleikir framundan á laugardaginn kemur. Ágúst: Anton segir að þetta hafi ekki verið víti, þar við situr Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sagði KA/Þór hafa spilað mjög hægan leik.vísir/hulda margrét „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá held ég að jafntefli sé bara nokkuð sanngjörn niðurstaða,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals að leik loknum „KA/Þór er bara með mjög gott lið. Þær spiluðu 7 á 6 og náðu að keyra leikinn niður í mjög hægan leik. Í raun og veru fannst mér þetta á köflum full mikið hjá þeim en þær gerðu þetta vel og eiga hrós skilið.“ „Við hefðum þurft að vera klókari í þessum stöðum þegar við vorum við það að ná tökum á leiknum en gerum okkur sek um of mikið af mistökum og því fór sem fór“ sagði Gústi, en liðið var í kjörstöðu með tveggja marka forystu undir lok leiks Valur fékk svo tækifæri á því að stela sigrinum, 15 sekúndur voru eftir af leiknum þegar Gústi tekur leikhlé og stillir þá upp í eina lokasókn. Lovísa Thompson sótti á marki og fékk dæmdan á sig ruðning sem Rakel Sara Elvarsdóttir sótti. Þjálfarar liðanna voru ekki sammála um hvort þarna væri um ruðning eða brot að ræða „Mér fannst þetta vera víti, Anton [Gylfi Pálsson, dómari leiksins] segir að þetta hafi ekki verið víti og þar við situr, hann veit þetta“ „Þetta var bara einn leikur gegn öflugu liði. Við náðum ekki að sýna nægilega góða frammistöðu í dag og eigum enn eitthvað af leikmönnum inni og mætum af fullum krafti í næsta leik“ sagði Gústi að lokum Andri Snær: Gríðarlega sterkt stig hjá mínu liði Þjálfari KA/Þórs, Andri Snær Stefánsson, var sáttur með frammistöðu síns liðs á erfiðum útivelli.vísir/hulda margrét „Þetta er frábært stig fyrir okkur“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs eftir jafnteflið í Origo höllinni í kvöld. „Við vorum að berjast þvílíkt fyrir stiginu í dag og við áttum það skilið. Við vorum að elta allan leikinn og gáfumst aldrei upp. Gríðarlega sterkt stig hjá mínu liði og ég er mjög stoltur af þessari frammistöðu í kvöld“ „Karakterinn var mikill, þótt við værum að elta allan leikinn þá var munurinn aldrei mikill. Hvernig við útfærðum 7 á 6 var jákvætt, við gerðum það mjög vel og fengum þar fullt af möguleikum“ sagði Andri Snær, ánægður með sínar konur eftir leik Valur hafði undirtökin á leiknum en Andri talar um hversu ánægður hann er með sínar konur að hafa ekki misst leikinn frá sér og tekur hann undir það að Valur hafi átt auðveldara með sínar aðgerðir lengst af „Alveg klárlega, Valur er á heimavelli með frábært lið, við vorum að rúlla mikið á sama mannskapnum og vorum orðnar þreyttar og þurftum að hafa svolítið fyrir mörkunum okkar, en ef við hefðum verið aðeins klókari varnarlega þá hefðum við getað tekið bæði stigin“ sagði Andri Í næstu umferð mætir KA/Þór Fram á heimavelli, Andri segir spenningur fyrir því að taka á móti deildarmeisturunum „Við erum í þessari deild til þess að taka hvern leik fyrir sig, það verður mjög gaman að mæta Fram sem er auðvitað bara hálft landsliðið. Við skulum orða það þannig að við erum mjög spennt að fá Fram liðið norður“ sagði Andri að lokum
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti