„Mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 20:31 Rætt var við Davíð Snorra í Sportpakka Stöðvar í kvöld. Viðtalið má finna í heild sinni neðst í fréttinni. Stöð 2 Sport Davíð Snorri Jónasson er nýr þjálfari U21 landslið Íslands í knattspyrnu. Hann er mjög spenntur fyrir komandi verkefni og stoltur af því að KSÍ hafi leitað til hans. „Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
„Það leggst frábærlega í mig. Stórt verkefni og mjög gott fyrir mig að komast í þetta starf. Ég er mjög stoltur að KSÍ hafi leitað til mín. Síðasta skrefið í þessum landsliðsstiga er að komast úr U21 í A-landsliðið, þannig að verðugt verkefni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvernig nýtt starf innan KSÍ legðist í hann. Davíð Snorri hefur þjálfað U17 og U19 landsliðs Ísland. Er starf þjálfara U21 meira krefjandi en það sem hann var í áður? „Þetta er allt krefjandi að því leyti að þú þarft að reyna finna út hverjir eru okkar bestu leikmenn og þú þarft að hugsa vel um þá leikmenn. Hvort sem það er U17, U19 eða U21, þannig þetta er alltaf krefjandi. Svo er U21 þetta síðasta skref fyrir leikmanninn að komast í A-landsliðið, og líklega stærsta skrefið. Þannig við sem þjálfarar þurfum að hjálpa leikmanninum bæði í sínum ferli og að vera tilbúinn í A-landsliðið.“ Davíð Snorri var spurður út í aðdragandann þar sem hann er tilkynntur frekar seint ef miða má við næsta verkefni hjá U21 landsliði Íslands. „Þetta er búið að taka smá tíma, aðallega út af formsatriðum innanhúss. Það var haft samband við mig rétt fyrir jól þegar búið var að tilkynna A-landsliðsþjálfara og staðan var laus. Þau báðu mig um að taka við liðinu, ég hugsaði mig um og við áttum gott spjall milli jóla og nýárs. Síðan hafa þetta verið formsatriði sem hefur þurft að klára innanhúss sem sneri ekki beint að mér en þetta er leyst og tilkynnt.“ „Mín vinna núna – og undanfarnar vikur – er að skoða hvað liðið er búið að vera gera. Skoða tölfræði, skoða leikina svo ég fái ákveðna hugmynd. Nú þegar það er búið að tilkynna þetta mun ég fara á fullt að tala við starfsfólkið og tala við leikmennina þannig við verðum mjög vel undirbúnir þegar við mætum,“ sagði þjálfarinn um undirbúninginn fyrir lokakeppni EM þar sem Ísland mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. „Aðstæður leikmanna geta breyst milli verkefni rosalega mikið svo við þurfum að skoða það. Nú vona ég bara að allir leikmennirnir sem eru á þessum stóra lista hjá okkur muni æfa vel, haldast heilir og spila eins margar mínútur og hægt er fram í mars til að gera valið fyrir mig erfitt,“ var svarið er spurt var út í hvort við myndum sjá ný andlit í komandi verkefni hjá U21 landsliðinu. „Listinn er ekki langur, hann er nokkuð hnitmiðaður en við munum leggjast yfir það í rólegheitunum að finna aðstoðarmann þannig það verður einhver við hliðina á mér í fyrsta leik,“ sagði Davíð Snorri að lokum og brosti. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Klippa: Viðtal: Davíð Snorri er nýr þjálfari U21 landslið Íslands
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira