Hörður Axel: Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki Atli Arason skrifar 22. janúar 2021 23:00 Haukar - Keflavík Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90. Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör. Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör.
Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00