Matvörubúð opnuð á ný á Reykhólum fyrir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 12:41 Frá Reykhólum. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að matvöruverslun verði opnuð á ný á Reykhólum eigi síðar en 1. apríl. Þetta er tilkynnt eftir að stjórnvöld ákváðu að styrkja verslun á Reykhólum um 5,8 milljónir króna, en hún var ein þriggja verslana í strjálbýli sem hlutu sérstakan byggðastyrk í ár. Íbúar Reykhólahrepps hafa frá því í byrjun október í haust þurft að aka í hátt í klukkustund, annaðhvort til Hólmavíkur eða í Búðardal, til að kaupa nauðsynjavörur, eftir að rekstri Hólabúðar var hætt. Í frétt á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við þau Helgu Guðmundsdóttur og Arnþór Sigurðsson, sem voru þau einu sem sóttu um þegar verslunarhúsnæðið var auglýst til leigu. Verslun og veitingastaður voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum. Rekstrinum var hætt í byrjun október í haust.Egill Aðalsteinsson „Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað,“ segir á Reykhólavefnum. „Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.“ Byggðastofnun tilkynnti í vikunni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði staðfest tillögur nefndar um úthlutun samtals 12 milljóna króna til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Auk verslunar á Reykhólum hlaut Kauptún á Vopnafirði 5,2 milljóna króna styrk og Hríseyjarbúðin einnar milljóna króna styrk. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar,“ segir í frétt Byggðastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember um Reykhólabúðina: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21 Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Íbúar Reykhólahrepps hafa frá því í byrjun október í haust þurft að aka í hátt í klukkustund, annaðhvort til Hólmavíkur eða í Búðardal, til að kaupa nauðsynjavörur, eftir að rekstri Hólabúðar var hætt. Í frétt á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við þau Helgu Guðmundsdóttur og Arnþór Sigurðsson, sem voru þau einu sem sóttu um þegar verslunarhúsnæðið var auglýst til leigu. Verslun og veitingastaður voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum. Rekstrinum var hætt í byrjun október í haust.Egill Aðalsteinsson „Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað,“ segir á Reykhólavefnum. „Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.“ Byggðastofnun tilkynnti í vikunni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði staðfest tillögur nefndar um úthlutun samtals 12 milljóna króna til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Auk verslunar á Reykhólum hlaut Kauptún á Vopnafirði 5,2 milljóna króna styrk og Hríseyjarbúðin einnar milljóna króna styrk. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar,“ segir í frétt Byggðastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember um Reykhólabúðina:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21 Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21
Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07