Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2021 14:27 Skjáskot af frétt Fréttablaðsins og myndinni af Þórólfi, Jóhannesi og Víði má sjá hér til hægri á mynd. Samsett Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“ Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að Þórólfur hefði loks smakkað „heiðursborgara“ sem nefndur var Rúdólfur í höfuðið á honum, á Hamborgarafabrikkunni í síðustu viku. Mynd af Þórólfi að bragða borgarann, ásamt Jóhannesi Ásbirnssyni eiganda Fabrikkunnar og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, fylgdi fréttinni. Félagarnir þrír gátu leyft sér að vera nokkuð innilegir en bæði Víðir og Jóhannes hafa fengið Covid-19 og eru með mótefni. Kráareigendur hafa undanfarið lýst yfir óánægju með sóttvarnareglur, sem kveða á um að krám og börum skuli lokað en veitingastaðir megi standa opnir. Gylfi Jens Gylfason eigandi Ölvers sportbars ítrekar þessar aðfinnslur í Facebook-færslu sem hann birti í gær, og vísar til fréttar Fréttablaðsins. „Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu niðurstöðu með fulltingi heilbrigðisráðherra að neysla hamborgara á Sportbarnum Ölver feli í sér aukna smithættu á Covid 19 umfram aðra veitingastaði og skuli því vera lokað,“ skrifar Gylfi. Þá hnýtir hann í sóttvarnalækni fyrir að sitja heldur nálægt sessunautum sínum á myndinni. Eins og áður segir hafa Víðir og Jóhannes þó báðir fengið Covid-19. „Ég get þó lofað Þórólfi því að ég mundi ekki gera kröfu um myndatöku í auglýsingaskyni og alls ekki gera kröfu um faðmlag. Það eru jú tilmæli um fjarlægðarmörk sem ber að virða. Við erum öll í þessu saman eða næstum því að minnsta kosti,“ skrifar Gylfi. Ég mundi líka bjóða Þórólfi upp á hamborgara ef ég gæti. Þórólfur hefur hins vegar komist að þeirri hávísindalegu...Posted by Gylfi Jens Gylfason on Laugardagur, 23. janúar 2021 Þórólfur kveðst ekki sammála því að málsverðurinn og myndatakan á Hamborgarafabrikkunni hafi verið óheppileg í ljósi þess sem Gylfi bendir á. „Nei, ég er ekkert sammála því. Veitingastaðir eru opnir og báðir þessir aðilar eru búnir að fá Covid, þannig að það var allt saman innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika. Það getur vel verið að menn séu ósáttir við að krár megi ekki hafa opið til dæmis, en í þessu tilfelli held ég að það hafi verið farið alveg eftir reglum.“
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira