Betra skipulag hefði mögulega komið í veg fyrir að sýnin stæðu óhreyfð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2021 20:31 Sýnin hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir fyrirætlanir um að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini, sem síðar var frestað, skerða traust kvenna til skimana. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir að leghálssýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. Eftir mikla gagnrýni á ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameini úr 40 ára í 50 ákvað heilbrigðisráðherra að fresta breytingunni um ótiltekinn tíma. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir umræðu um slíka breytingu hafa áhrif á traust kvenna. „Ég held að svona umræða ógni alltaf að einhverju leyti trausti og öryggi,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Umræðan sýni að skimun fyrir krabbameini skipti þjóðina miklu máli. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina synin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send á heilsugæsluna í Hamraborg. Greint var frá því í síðustu viku að tvö þúsund sýni úr leghálsskimun fyrir krabbameini hafi legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Halla Þorvaldsdóttir. Halla segir að það hefði veirð hægt að koma í veg fyrir að sýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. „Það sem klikkar er að það er ekki tilbúin rannsóknarstofa til þess að taka við þessum sýnum um áramótin. Ef það hefði veirð þá hefðu málin legið allt öðruvísi fyrir. Ég get ekki séð annað en að það hefði átt að vera hægt að ganga þannig frá málum að starfsemin hefði getað haldið beint áfram en það varð ekki einhverra hluta vegna,“ sagði Halla. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. 15. janúar 2021 19:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Eftir mikla gagnrýni á ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að hækka neðri mörk aldursviðmiða vegna skimana fyrir brjóstakrabbameini úr 40 ára í 50 ákvað heilbrigðisráðherra að fresta breytingunni um ótiltekinn tíma. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir umræðu um slíka breytingu hafa áhrif á traust kvenna. „Ég held að svona umræða ógni alltaf að einhverju leyti trausti og öryggi,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Umræðan sýni að skimun fyrir krabbameini skipti þjóðina miklu máli. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina synin í nóvember og þegar skiptin urðu voru sýnin send á heilsugæsluna í Hamraborg. Greint var frá því í síðustu viku að tvö þúsund sýni úr leghálsskimun fyrir krabbameini hafi legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Halla Þorvaldsdóttir. Halla segir að það hefði veirð hægt að koma í veg fyrir að sýni stæðu óhreyfð með betra skipulagi. „Það sem klikkar er að það er ekki tilbúin rannsóknarstofa til þess að taka við þessum sýnum um áramótin. Ef það hefði veirð þá hefðu málin legið allt öðruvísi fyrir. Ég get ekki séð annað en að það hefði átt að vera hægt að ganga þannig frá málum að starfsemin hefði getað haldið beint áfram en það varð ekki einhverra hluta vegna,“ sagði Halla.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. 15. janúar 2021 19:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tvö þúsund leghálssýni óhreyfð í pappakössum vikum saman Tvö þúsund sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Vonir standa til að hægt verði að senda sýnin í greiningu fljótlega í næstu viku. 15. janúar 2021 19:11