Vettlingarnir frægu ekki til sölu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 23:18 Bernie Sanders og vettlingarnir hans vöktu verðskuldaða athygli við innsetningarathöfnina. Getty/Drew Angerer Jen Ellis, kennarinn sem gerði vettlingana sem Bernie Sanders klæddist við innsetningarathöfn Joe Bidens, segir slíka vettlinga ekki vera til sölu. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira