Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:28 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn minnir fólk á að fara í sýnatöku við minnstu einkenni Covid-19. Almannavarnir Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira