Ást er: „Að taka endalausar myndir af konunni þinni fyrir Instagramið“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2021 20:01 Erna Hrund Hermannsdóttir hefur verið áberandi síðustu ár á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá lífi sínu og starfi. Hún er óhrædd við að vera einlæg og hreinskilin og talar um allar hliðar lífsins án þess að sykurhúða hlutina. „Það er alltaf eitthvað sem gerist við áramót, eins og maður vakni með algjörlega hreint borð. Ný tækifæri sem bíða og maður er uppfullur af nýjum krafti til að takast á við erfið verkefni,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir í viðtali við Makamál. Erna býr með kærasta sínum Jóni Kristófer Sturlusyni og tveimur börnum úr fyrra sambandi, þeim Tinna Snæ 8 ára og Tuma 5 ára. Hún starfar sem vörumerkjastjóri snyrtivörumerkja hjá Ölgerðinni, er menntaður förðunarfræðingur og hefur starfað í þeim heimi í um þrettán ár. Fjölskyldan á góðri stund. Jón Kristófer, Erna Hund, Tinni Snær og Tumi. Auk þess er ég ágætlega ofvirk týpa á samfélagsmiðlum þar sem ég reyni að gera mitt besta í að heilla fólk með mér í heim snyrtivara og gefa góð og persónuleg ráð þegar kemur að förðun og húðumhirðu. Eftir krefjandi ár segir Erna Hrund spennandi tíma framundan, bæði hjá sér persónulega en einnig tengt vinnunni. „Ég ætla að reyna að lifa hægar, njóta hvers augnabliks, vinna mér í haginn í vinnutengdum verkefnum til að eiga meiri tíma með strákunum mínum og einbeita mér að því að vera til staðar fyrir þá þrjá. Við erum nýflutt inn á nýtt heimili og eitt stærsta verkefnið okkar framundan er að búa til heimili þar sem öllum líður vel. En þegar kemur að vinnunni þá vinn ég í skemmtilegustu vinnu í heimi með stórkostlegasta fólki í heimi svo það er nóg spennandi þar. Árið 2021 verður eitt flottasta ár merkjanna sem ég er svo heppin að vinna með.“ Erna segir hana og kærasta sinn, Jón Kristófer, vera mjög dugleg að gera eitthvað saman eins og að ferðast saman um landið. Hafiði haft einhverja reglu varðandi stefnumótakvöld eða tíma fyrir bara ykkur tvö? „Nei, við höfum nefnilega ekki haft neina reglu en við erum mjög dugleg að gera hluti saman. Við borðum góðan mat, horfum á myndir, förum á æfingu, í sund og ferðumst um landið okkar. Við erum samt með markmið á nýju ári að taka alltaf eitt fast stefnumótakvöld í mánuði.„ Hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á þig persónulega eða vinnulega séð? „Já að sjálfsögðu, á báðum vígstöðum. Mikil heimavinna og persónuleg einangrun frá bæði vinnufélögum sem ég er mjög náin, og auðvitað fjölskyldunni. Heimavinnan var þó líka kærkomin, tækifæri til að einbeita sér að verkefnum sem sátu kannski á hakanum í hraðanum í vinnunni.“ Erfiðast var samt klárlega að þurfa að halda sig fjarri ömmu minni og afa sem ég er mjög náin. Við gerðum þó það besta úr aðstæðunum og ég drakk mikið kaffi fyrir utan íbúðina þeirra úr hitabrúsa sem ég kom með að heiman. Ég er mjög ánægð með að ég hafi reynt að gera það besta úr þessum skrítnu aðstæðum því ég á mjög margar góðar minningar frá árinu með þeim saman. Árið reyndist vera það síðasta í lífi afa míns svo að ég er mjög þakklát. Hér fyrir neðan svarar Erna Hrund spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Geislandi og glæsileg. Erna segist ætla að lifa hægar og njóta meira á nýju ári. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Pride & Predjudice. Fyrsti kossinn okkar: Eftir jólahlaðborð í vinnunni okkar. Loksins eftir margra vikna daður á göngum Ölgerðarinnar. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: I Will Always Love You með Whitney Houston. Lagið „okkar“ er: Í átt að tunglinu með Jóa P og Króla. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Í dag er nóg fyrir mig að við séum tvö saman, helst bara heima hjá okkur með kertaljós og góðan mat. Helst take-away svo að uppvask og frágangur taki ekki of mikinn tíma. Uppáhalds maturinn minn: Allt sem ég get kallað forrétt. Ég elska forrétti. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Veistu ég bara hreinlega man það ekki. En ég er ofvirk þegar kemur að gjöfum svo það hefur að öllum líkindum verið eitthvað alltof mikið. Rómantískasti staðurinn að mati Ernu Hrundar er heima en fjölskyldan eignaðist nýverið nýtt heimili saman sem þau eru nú smátt og smátt að gera að sínu. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Kaffivél drauma minna frá Sjöstrand. Lykillinn að mínu hjarta er kaffi og hann hitti í mark fyrsta afmælisdaginn minn í okkar sambandi. Ég elska að: Gilla lappirnar á manninum mínum – hann verður mjög ánægður með þetta svar og mun nota þetta viðtal í hvert sinn sem hann vill fá gill. En hann á það skilið. Maðurinn minn er: Yndislegur, metnaðarfullur, góðhjartaður og mjög kynþokkafullur. Rómantískasti staður á landinu er: Heima hjá okkur. Ást er: Að taka endalausar myndir af konunni þinni fyrir Instagramið hennar án þess að kvarta! Augnablikið fest á filmu. Erna starfar mikið á samfélagsmiðlum og hrósar hún kærasta sínum fyrir að vera duglegur og þolinmóður að hjálpa henni með myndatökur. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Ernu Hrund í lífi og starfi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38 Flestir vilja deila áhugamálum með makanum Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 24. janúar 2021 21:00 Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Erna býr með kærasta sínum Jóni Kristófer Sturlusyni og tveimur börnum úr fyrra sambandi, þeim Tinna Snæ 8 ára og Tuma 5 ára. Hún starfar sem vörumerkjastjóri snyrtivörumerkja hjá Ölgerðinni, er menntaður förðunarfræðingur og hefur starfað í þeim heimi í um þrettán ár. Fjölskyldan á góðri stund. Jón Kristófer, Erna Hund, Tinni Snær og Tumi. Auk þess er ég ágætlega ofvirk týpa á samfélagsmiðlum þar sem ég reyni að gera mitt besta í að heilla fólk með mér í heim snyrtivara og gefa góð og persónuleg ráð þegar kemur að förðun og húðumhirðu. Eftir krefjandi ár segir Erna Hrund spennandi tíma framundan, bæði hjá sér persónulega en einnig tengt vinnunni. „Ég ætla að reyna að lifa hægar, njóta hvers augnabliks, vinna mér í haginn í vinnutengdum verkefnum til að eiga meiri tíma með strákunum mínum og einbeita mér að því að vera til staðar fyrir þá þrjá. Við erum nýflutt inn á nýtt heimili og eitt stærsta verkefnið okkar framundan er að búa til heimili þar sem öllum líður vel. En þegar kemur að vinnunni þá vinn ég í skemmtilegustu vinnu í heimi með stórkostlegasta fólki í heimi svo það er nóg spennandi þar. Árið 2021 verður eitt flottasta ár merkjanna sem ég er svo heppin að vinna með.“ Erna segir hana og kærasta sinn, Jón Kristófer, vera mjög dugleg að gera eitthvað saman eins og að ferðast saman um landið. Hafiði haft einhverja reglu varðandi stefnumótakvöld eða tíma fyrir bara ykkur tvö? „Nei, við höfum nefnilega ekki haft neina reglu en við erum mjög dugleg að gera hluti saman. Við borðum góðan mat, horfum á myndir, förum á æfingu, í sund og ferðumst um landið okkar. Við erum samt með markmið á nýju ári að taka alltaf eitt fast stefnumótakvöld í mánuði.„ Hefur heimsfaraldurinn haft mikil áhrif á þig persónulega eða vinnulega séð? „Já að sjálfsögðu, á báðum vígstöðum. Mikil heimavinna og persónuleg einangrun frá bæði vinnufélögum sem ég er mjög náin, og auðvitað fjölskyldunni. Heimavinnan var þó líka kærkomin, tækifæri til að einbeita sér að verkefnum sem sátu kannski á hakanum í hraðanum í vinnunni.“ Erfiðast var samt klárlega að þurfa að halda sig fjarri ömmu minni og afa sem ég er mjög náin. Við gerðum þó það besta úr aðstæðunum og ég drakk mikið kaffi fyrir utan íbúðina þeirra úr hitabrúsa sem ég kom með að heiman. Ég er mjög ánægð með að ég hafi reynt að gera það besta úr þessum skrítnu aðstæðum því ég á mjög margar góðar minningar frá árinu með þeim saman. Árið reyndist vera það síðasta í lífi afa míns svo að ég er mjög þakklát. Hér fyrir neðan svarar Erna Hrund spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Geislandi og glæsileg. Erna segist ætla að lifa hægar og njóta meira á nýju ári. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Pride & Predjudice. Fyrsti kossinn okkar: Eftir jólahlaðborð í vinnunni okkar. Loksins eftir margra vikna daður á göngum Ölgerðarinnar. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: I Will Always Love You með Whitney Houston. Lagið „okkar“ er: Í átt að tunglinu með Jóa P og Króla. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Í dag er nóg fyrir mig að við séum tvö saman, helst bara heima hjá okkur með kertaljós og góðan mat. Helst take-away svo að uppvask og frágangur taki ekki of mikinn tíma. Uppáhalds maturinn minn: Allt sem ég get kallað forrétt. Ég elska forrétti. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Veistu ég bara hreinlega man það ekki. En ég er ofvirk þegar kemur að gjöfum svo það hefur að öllum líkindum verið eitthvað alltof mikið. Rómantískasti staðurinn að mati Ernu Hrundar er heima en fjölskyldan eignaðist nýverið nýtt heimili saman sem þau eru nú smátt og smátt að gera að sínu. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Kaffivél drauma minna frá Sjöstrand. Lykillinn að mínu hjarta er kaffi og hann hitti í mark fyrsta afmælisdaginn minn í okkar sambandi. Ég elska að: Gilla lappirnar á manninum mínum – hann verður mjög ánægður með þetta svar og mun nota þetta viðtal í hvert sinn sem hann vill fá gill. En hann á það skilið. Maðurinn minn er: Yndislegur, metnaðarfullur, góðhjartaður og mjög kynþokkafullur. Rómantískasti staður á landinu er: Heima hjá okkur. Ást er: Að taka endalausar myndir af konunni þinni fyrir Instagramið hennar án þess að kvarta! Augnablikið fest á filmu. Erna starfar mikið á samfélagsmiðlum og hrósar hún kærasta sínum fyrir að vera duglegur og þolinmóður að hjálpa henni með myndatökur. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Ernu Hrund í lífi og starfi þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38 Flestir vilja deila áhugamálum með makanum Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 24. janúar 2021 21:00 Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins „Mér finnst titlar vera full niðurnjörvandi og nett tilgerðarlegir. Þegar ég neyðist til þess að titla mig þá fer það eftir hattinum sem ég ber í það og það skiptið. Dagsdaglega er ég þó ávarpaður sem pabbi og finnst það vera fínn titill,“ segir Ari Klængur Jónsson, Einhleypa vikunnar. 25. janúar 2021 20:38
Flestir vilja deila áhugamálum með makanum Stundum er sagt að andstæður heilli og að fólk velji sér maka sem vegi sig eða bæti sig upp að einhverju leyti. Nokkurs konar Yin og yang. En hversu mikilvægt er að þú og maki þinn eigið sömu eða svipuð áhugamál? 24. janúar 2021 21:00
Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ „Ég held að konur í dag, nú tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig, séu svo meðvitaðar um það hversu mikil guðs gjöf það er að geta gengið með og eignast barn að maður á erfitt með að láta það út úr sér ef að ferlið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Fanney Ingvarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. janúar 2021 12:53