Hátt í fjórtán þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca væntanlegir til landsins í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:30 Bóluefni AstraZeneca hefur enn ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu. AP/Gareth Fuller Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca í febrúar, ef væntingar ganga eftir um að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu á föstudaginn. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn Rúv. Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira