Harriet Tubman verði andlit tuttugu dollara seðilsins sem fyrst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:09 Ríkisstjórn Joe Bidens hyggst reyna að flýta ferlinu við að koma Harriet Tubman á tuttugu dollara seðilinn. EPA/ERIK S. LESSER Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hyggst leita leiða til að flýta ferlinu við að prenta peningaseðla með mynd af Harriet Tubman. Stjórn Donalds Trump, forvera hans í embætti, lét ákvörðun Baracks Obama þess efnis niður falla. Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt. Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt.
Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira