Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 11:54 Það komu fleiri ferðamenn til Íslands í janúar og febrúar á síðasta ári en alla hina mánuði ársins að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Vísir/Vilhelm Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira