Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 11:54 Það komu fleiri ferðamenn til Íslands í janúar og febrúar á síðasta ári en alla hina mánuði ársins að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Vísir/Vilhelm Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira