Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2021 12:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira