Ekki kynferðisofbeldi ef káfið er utanklæða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 18:33 Glæpurinn átti sér stað árið 2016, þegar stúlkan var tólf ára gömul. Unsplash/Parth Vyas Að káfa á einstakling utanklæða er ekki kynferðisofbeldi, samkvæmt niðurstöðu yfirréttar í Mumbai. Hvergi er kveðið á um það í indverskum lögum að káf sé aðeins kynferðisofbeldi ef hold snertir hold en dómurinn er fordæmisgefandi. Umrætt mál varðar 39 ára mann sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi í undirrétti fyrir að hafa beitt tólf ára stúlku kynferðisofbeldi. Maðurinn lokkaði stúlkuna á heimili sitt undir því yfirskini að ætla að gefa henni gvava, káfaði á brjóstum hennar og reyndi að taka fjarlægja nærfatnað hennar. Dómi undirréttar var áfrýjað og snúið en yfirdómarinn komst að þeirri niðurstöðu að gjörningur mannsins gæti ekki talist kynferðisofbeldi þar sem káfið átti sér stað utanklæða. Maðurinn var hins vegar fundinn sekur um misnotkun og dæmdur í eins árs fangelsi. Í niðurstöðu sinni sagði dómarinn að það væri grundvallarregla refsiréttar að refsingin endurspeglaði alvarleika glæpsins. Dómurinn hefur vakið mikla reiði á Indlandi, þar sem kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er verulegt vandamál. Áætlað er að tilkynnt sé um nauðgun á sextán mínútna fresti en þess bera að geta að líkur eru á að fjöldi kynferðisglæpa sé ekki tilkynntur. Hæstaréttarlögmaðurinn Karuna Nundy tísti að það væru dómar á borð við þennan sem gerðu það að verkum að menn sættu ekki refsingum fyrir brot gegn stúlkum. Ranjana Kumari, framkvæmdastjóri Centre for Social Research, kallaði niðurstöðuna „skammarlega“ og sagði hana ekki eiga stoð í lögum. CNN greindi frá. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Indland Mannréttindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Umrætt mál varðar 39 ára mann sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi í undirrétti fyrir að hafa beitt tólf ára stúlku kynferðisofbeldi. Maðurinn lokkaði stúlkuna á heimili sitt undir því yfirskini að ætla að gefa henni gvava, káfaði á brjóstum hennar og reyndi að taka fjarlægja nærfatnað hennar. Dómi undirréttar var áfrýjað og snúið en yfirdómarinn komst að þeirri niðurstöðu að gjörningur mannsins gæti ekki talist kynferðisofbeldi þar sem káfið átti sér stað utanklæða. Maðurinn var hins vegar fundinn sekur um misnotkun og dæmdur í eins árs fangelsi. Í niðurstöðu sinni sagði dómarinn að það væri grundvallarregla refsiréttar að refsingin endurspeglaði alvarleika glæpsins. Dómurinn hefur vakið mikla reiði á Indlandi, þar sem kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er verulegt vandamál. Áætlað er að tilkynnt sé um nauðgun á sextán mínútna fresti en þess bera að geta að líkur eru á að fjöldi kynferðisglæpa sé ekki tilkynntur. Hæstaréttarlögmaðurinn Karuna Nundy tísti að það væru dómar á borð við þennan sem gerðu það að verkum að menn sættu ekki refsingum fyrir brot gegn stúlkum. Ranjana Kumari, framkvæmdastjóri Centre for Social Research, kallaði niðurstöðuna „skammarlega“ og sagði hana ekki eiga stoð í lögum. CNN greindi frá.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Indland Mannréttindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira