Lukaku og Zlatan hnakkrifust og móðguðu fjölskyldumeðlimi hvor annars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 10:00 Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic var heitt í hamsi í leik Mílanó-liðanna, Inter og AC Milan, á San Siro í gær. getty/Nicolò Campo Samherjunum fyrrverandi, Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic, sinnaðist þegar Inter og AC Milan áttust við í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær. Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira