Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 17:23 Enrique Tarrio, leiðtogi hægriöfgahópsins Proud Boys, hjálpaði alríkislögreglu Bandaríkjanna að handtaka og sakfella 13 manns á árunum 2012-2014. Getty/Stephanie Keith Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51