Oftar greint frá hósta, hálssærindum og þreytu í tengslum við B117 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2021 10:46 Fólk bíður bólusetningar í dómkirkjunni í Salisbury. Afbrigðið B117, sem er mun meira smitandi en gamla afbrigðið, er nú orðið ráðandi í Englandi. epa/Neil Hall Hósti, hálssærindi og þreyta virðast tíðari meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu af Covid-19, ef marka má könnun bresku þjóðskrárinnar. Vísindamenn eru þó ekki á einu máli um hvort niðurstöðurnar fást staðist. Könnun Office for National Statistics (ONS) leiddi í ljós að þeir sem höfðu smitast af nýja afbrigðinu, sem hefur verið kallað B117, sögðust hafa fundið til fleiri einkenna en þeir sem smituðust af gamla afbrigðinu. Þegar svörin voru borin saman sögðust 35 prósent þeirra sem smitast höfðu af B117 hafa fengið hósta, samanborið við 27 prósent þeirra sem höfðu smitast af gamla afbrigðinu. Þá sögðust fleiri hafa þjáðst af hálssærindum, þreytu og vöðvaverkjum. Færri höfðu hins vegar upplifað breytingar á lyktar- og bragðskyni. Sérfræðingar ósammála um gildi niðurstaðanna Ráðgjafanefnd bresku ríkisstjórnarinnar sagði í síðustu viku að nýja afbrigði leiddi eftir til vill til 30 til 40 prósent fleiri dauðsfalla en sumir sérfræðingar segja of snemmt að segja til um hvort það sé raunverulega hættulegra en gamla afbrigðið. Ef rétt reynist kann þetta að tengjast stökkbreytingu sem kölluð er N501Y, sem auðveldar vírusnum að smita frumur og gerir það að verkum að B117 er 50 til 70 prósent meira smitandi. Guardian hefur eftir Lawrence Young, prófessor við University of Warwick, að það sé mögulegt að þar sem B117 sé meira smitandi sé veirumagnið í líkamanum meira, sem aftur gæti haft áhrif á það hvaða einkenni koma fram. Ian Jones, prófessor við Reading University, dregur hins vegar í efa að niðurstöðurnar séu marktækar. „Vírusinn smitar sömu frumur með sömu afleiðingum,“ segir hann. Vísindalega séð fái hann niðurstöður könnunarinnar ekki til að ganga upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Könnun Office for National Statistics (ONS) leiddi í ljós að þeir sem höfðu smitast af nýja afbrigðinu, sem hefur verið kallað B117, sögðust hafa fundið til fleiri einkenna en þeir sem smituðust af gamla afbrigðinu. Þegar svörin voru borin saman sögðust 35 prósent þeirra sem smitast höfðu af B117 hafa fengið hósta, samanborið við 27 prósent þeirra sem höfðu smitast af gamla afbrigðinu. Þá sögðust fleiri hafa þjáðst af hálssærindum, þreytu og vöðvaverkjum. Færri höfðu hins vegar upplifað breytingar á lyktar- og bragðskyni. Sérfræðingar ósammála um gildi niðurstaðanna Ráðgjafanefnd bresku ríkisstjórnarinnar sagði í síðustu viku að nýja afbrigði leiddi eftir til vill til 30 til 40 prósent fleiri dauðsfalla en sumir sérfræðingar segja of snemmt að segja til um hvort það sé raunverulega hættulegra en gamla afbrigðið. Ef rétt reynist kann þetta að tengjast stökkbreytingu sem kölluð er N501Y, sem auðveldar vírusnum að smita frumur og gerir það að verkum að B117 er 50 til 70 prósent meira smitandi. Guardian hefur eftir Lawrence Young, prófessor við University of Warwick, að það sé mögulegt að þar sem B117 sé meira smitandi sé veirumagnið í líkamanum meira, sem aftur gæti haft áhrif á það hvaða einkenni koma fram. Ian Jones, prófessor við Reading University, dregur hins vegar í efa að niðurstöðurnar séu marktækar. „Vírusinn smitar sömu frumur með sömu afleiðingum,“ segir hann. Vísindalega séð fái hann niðurstöður könnunarinnar ekki til að ganga upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira