Krabbameinsfélagið sakar Kristján um lygar: Ráðuneytið vissi í október að tvöþúsund sýni yrðu ógreind í árslok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2021 15:57 Það andar köldu milli Kristjáns og forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins. Kristján var yfirlæknir og forstjóri KÍ um skeið en hefur löngum verið gagnrýnt ýmsa þætti starfsemi félagsins. Heilbrigðisráðuneytið vissi fullvel að um tvöþúsund leghálssýni yrðu óskoðuð í árslok, þegar skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Þetta sýna tölvupóstsamskipti milli formanns KÍ og ráðuneytisins. Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01