Krabbameinsfélagið sakar Kristján um lygar: Ráðuneytið vissi í október að tvöþúsund sýni yrðu ógreind í árslok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2021 15:57 Það andar köldu milli Kristjáns og forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins. Kristján var yfirlæknir og forstjóri KÍ um skeið en hefur löngum verið gagnrýnt ýmsa þætti starfsemi félagsins. Heilbrigðisráðuneytið vissi fullvel að um tvöþúsund leghálssýni yrðu óskoðuð í árslok, þegar skimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Þetta sýna tölvupóstsamskipti milli formanns KÍ og ráðuneytisins. Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna fréttar sem birtist á Stöð 2 og Vísi í gær, þar sem Kristján Oddsson lét að því liggja að sökin vegna hinna ógreindu sýna væri Krabbameinsfélagsins. „Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka,“ sagði Kristján, sem er fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg og hafði umsjón með flutningu skimunarinnar frá KÍ til heilsugæslunnar. Í tilkynningu sem KÍ sendi á fjölmiðla er Kristján sakaður um „forkastanlegar lygar“ og því haldið fram að umrædd sýni hefðu „misfarist“ í höndunum á honum. Samkvæmt KÍ fékk Kristján sýnin send um áramót og hafði „nægan tíma til umráða til að a) semja við nýjan aðila erlendis en ekki láta það dragast um margar vikur, b) fá innlendan aðila til að skoða sýnin undir eins, sem hefði verið léttilega hægt.“ Létu vita og stungu upp á lausnum Tölvupóstur sem Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sendi Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, 26. október sl. sýnir að ráðuneytinu mátti vera ljóst að tvöþúsund sýni yrðu órannsökuð í árslok. „Staðan er sú að ef skimað verður til og með 30. nóvember munu væntanlega standa eftir um áramót u.þ.b. 2000 sýni frá leghálsi, sem eftir á að greina og ganga frá,“ sagði Halla meðal annars í tölvupóstinum sem sjá má að neðan. Tölvupóstur Höllu þann 26. október 2020. Lagði Halla til leiðir til að leysa vandann, sem hún segir í tölvupóstinum „brýnan“. Bað hún um skjót viðbrögð og sendi ítrekun þremur dögum síðar. Sama dag svarar Ásthildur: „Afsakaðu sein svör. En eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.“ Tölvupóstsamskiptin má finna á vef Krabbameinsfélagsins. „Vísvitandi að ljúga“ Þegar að því kom gekk Krabbameinsfélagið frá sýnunum eins og áður hafði verið rætt og afhenti sýnin samkvæmt fyrirmælum á heilsugæslunni í Hamraborg. „[Kristján] fékk sýnin í hendur um áramót og hafði þá enn nægan tíma til að láta rannsaka þau. Eins og áður sagði, var Krabbameinsfélaginu ekki gefin ástæða til að halda annað en að sýnin yrðu rannsökuð strax, að vistaskiptin væru tryggð með farsælum hætti,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðlafulltrúa KÍ til fjölmiðla. Þar segir einnig að svokölluð thinprep-glös sem sýnin tvöþúsund séu geymd í séu þau algengustu sem notuð eru á Norðurlöndunum og að þau sé hægt að nota við „hvers kyns tæki sem notuð eru til greiningar“. Því sé Kristján „vísvitandi að ljúga“ þegar hann segir að glösin passi ekki í tæki rannsóknarstofunnar dönsku. Athygli vekur að báðir aðilar eru sammála um að hægt hefði verið að ljúka greiningu sýnanna innanlands en því er ósvarað hver ber ábyrgð á því að þau lágu óhreyfð í Kópavogi á meðan þúsundir kvenna biðu þess að fá niðurstöður og bíða enn.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. 27. janúar 2021 19:01