Landsnet getur skert tekjur Orkuveitunnar af raforkusölu til Norðuráls Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2021 19:21 Raforkuverðssamningur Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur er fyrsti samningur stóriðjunnar við orkufyrirtæki til að vera gerður opinber. Stöð 2/Arnar Landsnet getur skert tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af þeirri raforku sem hún selur í tvíhliða samningi til Norðuráls með því að hækka gjaldskrá sína. En opinberun á raforkusamningi Orkuveitunnar við Norðurál leiðir í ljós að hún tekur flutningskostnað orkunnar á sig. Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45