Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 18:00 Regine Marthe og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum, þeim Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár. Vísir/vilhelm Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu. Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu.
Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09
Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45