Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:02 Þórdís Brynjólfsdóttir hefur beðið í um þrjú ár eftir að komast í brjóstnám og brjóstauppbyggingu. Beiðni fyrir aðgerðinni reyndist aldrei hafa verið gerð. Vísir/Aðsend Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04
„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30