Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 20:46 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Egill Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Belgíska lyfjafyrirtækið Janssen, sem heyrir undir lyfjarisann Johnson & Johnson, tilkynnti í dag að niðurstöður þriðja fasa rannsóknar á bóluefninu sýni að efnið veiti 66 prósent vernd gegn kórónuveirunni en allt að 72 prósent virkni í Bandaríkjunum. Ingileif tekur fréttirnar til umfjöllunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, bóluefni sem Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af!“ skrifar hún. Bóluefnið er svokallað veiruferjubólefni en Ingileif útskýrir að í heild sýndi rannsókn að einn skammtur veiti 66 prósent vernd gegn meðalalvarlegum og alvarlegum Covid-19-sjúkdómi, 28 dögum eftir bólusetningu. Verndin hafi verið 72 prósent í þeim hluta rannsóknarinnar sem fór fram í Bandaríkjunum, þar sem 19.302 tóku þátt, 66 prósent í Suður- og Mið-Ameríku, þar sem 17.905 tóku þátt og 57 prósent í Suður-Afríku, þar sem þátttakendur voru 6.576. Ótrúlega góðar fréttir. Einn skammtur af bóluefni J&J/Janssen sýnir öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og...Posted by Ingileif Jónsdóttir on Föstudagur, 29. janúar 2021 Verndi gegn suðurafríska stofninum Alls tóku 43.783 þátt í rannsókninni en þeir hafi ýmist fengið einn skammt af bóluefninu eða lyfleysu. Ingileif bendir á að 568 hafi fengið Covid-19-sjúkdóm með einkenni. Vernd gegn alvarlegum sjúkdómi, með sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum, hafi verið 85 prósent. Þá hafi verndin reynst svipuð óhæð kynþætti, aldri, undirliggjandi sjúkdómum, búsetu og gegn ólíkum stofnum veirunnar. „Bóluefnið verndaði gegn Suður-Afríska stofninum B.1.351 en hann olli 95% tilfella í Suður-Afríku þar sem verndin var 57%,“ segir Ingileif. Þá hafi öryggi bóluefnisins reynst gott. „Í heildina fengu 9% hita og 0.2% fengu alvarlegar aukaverkanir (stig 3). Alvarlegar aukaverkanir voru færri hjá þeim sem fengu bóluefni en þeim sem fengu lyfleysu. Enginn fékk ofnæmislost,“ segir Ingileif. Þá bendir hún á að geymsluþol bóluefnis Janssen sé gott en það geymist við tveggja til átta stiga hita í þrjá mánuði og yfir tvö ár við tuttugu stiga frost. Auk þess standi nú yfir 30 þúsund manna rannsókn á vernd tveggja skammta af bóluefninu, sem gefnir eru með þriggja mánaða millibili. Henni ljúki í maí. Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen, sem dugar fyrir jafnmarga. Í tilkynningu frá Jannsen kemur fram að fyrirtækið hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. 29. janúar 2021 17:14
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31
„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27. janúar 2021 18:35