Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:31 Dansararnir fóru einhverjir yfir á Forsetann, sem er í næsta húsi við æfingahúsnæðið, og fengu sér þar öl. Vísir Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira