Lögreglumaðurinn sem lést í árásinni verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 13:09 Brian Sicknick, lögreglumaður sem lést í árásinni á bandaríska þinghúsið, verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu. Vísir/Getty Brian Sicknick, lögreglumaðurinn sem lést í árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar, verður lagður til hinstu hvílu í bandaríska þinghúsinu. Það er talinn mikill virðingarvottur að vera borinn til grafar í þinghúsinu, en meðal þeirra sem þar liggja eru Abraham Lincoln fyrrverandi forseti og Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari. Sicknick var 42 ára gamall þegar hann lést en hann særðist í átökum við árásarmennina þann 6. janúar. Hann lést daginn eftir árásina. Hann var einn fimm einstaklinga sem létust í árásinni. „Bandaríkjaþing er sameinað í sorginni og þakklæti vegna starfa og fórna Brians Sicknick,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta öldungadeildarinnar. „Hetjudáð Sicknicks og lögreglu þingsins á meðan á ofbeldisfullri árás á þinghús okkar stóð bjargaði lífum, varði helgistað lýðræðis okkar og tryggði að þingið gat uppfyllt stjórnarskrárbundna skyldu sína,“ sögðu þau. „Fórn hans minnir okkur á hverjum degi á skyldu okkar gagnvart landinu og þjóðinni.“ Sicknick verður færður í þinghúsið við hátíðlega athöfn 2. febrúar. Lögreglu þingsins og þingmönnum verður boðið að votta honum virðingu sína. Enn er óljóst hvað það var sem orsakaði dauða Sicknicks. Samkvæmt þinglögreglunni særðist Sicknick við árásina og greint var frá því í New York Times að Sicknick hafi verið barinn með slökkvitæki í árásinni. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Það er talinn mikill virðingarvottur að vera borinn til grafar í þinghúsinu, en meðal þeirra sem þar liggja eru Abraham Lincoln fyrrverandi forseti og Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari. Sicknick var 42 ára gamall þegar hann lést en hann særðist í átökum við árásarmennina þann 6. janúar. Hann lést daginn eftir árásina. Hann var einn fimm einstaklinga sem létust í árásinni. „Bandaríkjaþing er sameinað í sorginni og þakklæti vegna starfa og fórna Brians Sicknick,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta öldungadeildarinnar. „Hetjudáð Sicknicks og lögreglu þingsins á meðan á ofbeldisfullri árás á þinghús okkar stóð bjargaði lífum, varði helgistað lýðræðis okkar og tryggði að þingið gat uppfyllt stjórnarskrárbundna skyldu sína,“ sögðu þau. „Fórn hans minnir okkur á hverjum degi á skyldu okkar gagnvart landinu og þjóðinni.“ Sicknick verður færður í þinghúsið við hátíðlega athöfn 2. febrúar. Lögreglu þingsins og þingmönnum verður boðið að votta honum virðingu sína. Enn er óljóst hvað það var sem orsakaði dauða Sicknicks. Samkvæmt þinglögreglunni særðist Sicknick við árásina og greint var frá því í New York Times að Sicknick hafi verið barinn með slökkvitæki í árásinni. Það hefur þó ekki fengist staðfest.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira