Félagið staðfestir að nýr samningur Jóhanns gildir nú til júní 2023 en núverandi samningur hans átti að renna út í sumar.
Ásamt Jóhanni hafa þeir Matt Lowton og Kevin Long framlengt samning sinn um tvö ár en vinstri bakvörðurinn Erik Pieters um eitt ár.
Jóhann Berg hefur leikið með Burnley frá 2016 en félagið keypti hann frá Charlton Athletic. Hann hefur leikið rúmlega 120 leiki fyrir Burnley og skorað sjö mörk.
Burnley mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
CONTRACTS | Matt Lowton, Johann Berg Gudmundsson, Kevin Long and Erik Pieters extend stays at Turf Moor. ✍️
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 30, 2021