Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:00 Ungur maður skimaður fyrir kórónuveirunni á Gaza. Getty/Ali Jadallah Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza. Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza.
Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira