Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:44 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hefur þurft að loka starfsemi sinni í um 16 vikur frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Aðsend/Rán Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira