Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 00:01 Þúsundir mótmælenda hafa komið saman í Moskvu og víðar um Rússland í dag. Margir þeirra hafa verið handteknir. Getty/Mikhail Svetlov Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. Meðal þeirra sem hafa verið handtekin í dag er Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, en henni var síðar sleppt. Þá hefur bróðir Navalny og Mara Alyokhina, aðgerðasinni úr hljómsveitinni Pussy Riot, verið sett í stofufangelsi. Blaðamenn og ýmsir aðgerðasinnar sem berjast fyrir mannréttindum eru einnig meðal hinna handteknu. Að því er BBC greinir frá hafa það margir verið handteknir í Moskvu að lögreglan ku vera í vandræðum með að finna pláss fyrir allt fólkið sem er í haldi. Í Moskvu hefur lögreglan lokað lestarstöðvum og miðborgin hefur verið lokuð af. „Það er áhættusamt að mótmæla í Rússlandi. Jafnvel þótt þú sleppir undan lögreglu gætir þú verið rekinn, átt yfir höfði þér þunga sekt eða að höfðað verði gegn þér sakamál,“ skrifar Sarah Rainsford, fréttaritari BBC í Moskvu í fréttaskýringu. More than 5,000 people have been arrested and detained by police in protests across Russia in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Get the latest updates from Russia: https://t.co/U51LvSFibI pic.twitter.com/gTr1nOULCP— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Framganga rússneskra stjórnvalda í garð mótmælenda og handtaka Navalnys hefur sætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Josep Borell, æðsti yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, er meðal þeirra sem hvatt hefur yfirvöld í Rússlandi til að virða réttindi mótmælenda og blaðamanna í Rússlandi. I deplore widespread detentions and disproportionate use of force against protesters and journalists in #Russia again today. People must be able to exercise their right to demonstrate without fear of repression. Russia needs to comply with its international commitments.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) January 31, 2021 Líkt og áður segir hafa mótmælendur komið saman víða um landið, meðal annars í borginni Novosibirsk í Síberíu, þar sem að minnsta kosti tvö þúsund mótmælendur örkuðu götur borgarinnar í dag og kölluðu slagorðin „frelsi“ og „Pútín er þjófur.“ Í Yakutsk sem einnig er í Síberíu fór frost niður í fjörutíu stig í dag sem kom þó ekki í veg fyrr mótmæli. „Ég er þreyttur á alræðishyggjunni og lögleysunni hjá stjórnvöldum. Engum spurningum hefur verið svarað. Ég vil skýrleika, opið samfélag og breytingar. Það er þess vegna sem ég kom hingað,“ sagði maður að nafni Ivan sem þar tók þátt í mótmælum. Tens of thousands of people turned out across Russia on Sunday for a second consecutive weekend rally in support of a jailed opposition leader, Aleksei Navalny. But where the protesters went, so did the police, meeting them in sometimes brutal clashes.https://t.co/adEMlWDM6g pic.twitter.com/KdnkalGS8e— The New York Times (@nytimes) January 31, 2021 Navalny var fangelsaður eftir að hann snéri aftur til Rússlands frá Þýskalandi eftir að hafa jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Sjálfur segir hann rússnesku öryggislögregluna bera ábyrgð á morðtilrauninni gegn sér en því hefur verið hafnað af forsetaembættinu í Kremlin. Navalny segir handtöku sína vera með öllu ólögmæta. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á þriðjudaginn. Cops on Sukharevska square just arrested a journalist. #navalnyprotests #CNN #Russia pic.twitter.com/M64xaUYnQl— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 31, 2021 Rússland Andóf Pussy Riot Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. Meðal þeirra sem hafa verið handtekin í dag er Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, en henni var síðar sleppt. Þá hefur bróðir Navalny og Mara Alyokhina, aðgerðasinni úr hljómsveitinni Pussy Riot, verið sett í stofufangelsi. Blaðamenn og ýmsir aðgerðasinnar sem berjast fyrir mannréttindum eru einnig meðal hinna handteknu. Að því er BBC greinir frá hafa það margir verið handteknir í Moskvu að lögreglan ku vera í vandræðum með að finna pláss fyrir allt fólkið sem er í haldi. Í Moskvu hefur lögreglan lokað lestarstöðvum og miðborgin hefur verið lokuð af. „Það er áhættusamt að mótmæla í Rússlandi. Jafnvel þótt þú sleppir undan lögreglu gætir þú verið rekinn, átt yfir höfði þér þunga sekt eða að höfðað verði gegn þér sakamál,“ skrifar Sarah Rainsford, fréttaritari BBC í Moskvu í fréttaskýringu. More than 5,000 people have been arrested and detained by police in protests across Russia in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Get the latest updates from Russia: https://t.co/U51LvSFibI pic.twitter.com/gTr1nOULCP— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Framganga rússneskra stjórnvalda í garð mótmælenda og handtaka Navalnys hefur sætt mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Josep Borell, æðsti yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, er meðal þeirra sem hvatt hefur yfirvöld í Rússlandi til að virða réttindi mótmælenda og blaðamanna í Rússlandi. I deplore widespread detentions and disproportionate use of force against protesters and journalists in #Russia again today. People must be able to exercise their right to demonstrate without fear of repression. Russia needs to comply with its international commitments.— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) January 31, 2021 Líkt og áður segir hafa mótmælendur komið saman víða um landið, meðal annars í borginni Novosibirsk í Síberíu, þar sem að minnsta kosti tvö þúsund mótmælendur örkuðu götur borgarinnar í dag og kölluðu slagorðin „frelsi“ og „Pútín er þjófur.“ Í Yakutsk sem einnig er í Síberíu fór frost niður í fjörutíu stig í dag sem kom þó ekki í veg fyrr mótmæli. „Ég er þreyttur á alræðishyggjunni og lögleysunni hjá stjórnvöldum. Engum spurningum hefur verið svarað. Ég vil skýrleika, opið samfélag og breytingar. Það er þess vegna sem ég kom hingað,“ sagði maður að nafni Ivan sem þar tók þátt í mótmælum. Tens of thousands of people turned out across Russia on Sunday for a second consecutive weekend rally in support of a jailed opposition leader, Aleksei Navalny. But where the protesters went, so did the police, meeting them in sometimes brutal clashes.https://t.co/adEMlWDM6g pic.twitter.com/KdnkalGS8e— The New York Times (@nytimes) January 31, 2021 Navalny var fangelsaður eftir að hann snéri aftur til Rússlands frá Þýskalandi eftir að hafa jafnað sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Sjálfur segir hann rússnesku öryggislögregluna bera ábyrgð á morðtilrauninni gegn sér en því hefur verið hafnað af forsetaembættinu í Kremlin. Navalny segir handtöku sína vera með öllu ólögmæta. Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á þriðjudaginn. Cops on Sukharevska square just arrested a journalist. #navalnyprotests #CNN #Russia pic.twitter.com/M64xaUYnQl— Frederik Pleitgen (@fpleitgenCNN) January 31, 2021
Rússland Andóf Pussy Riot Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira