Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan Henry Finnbogason með boltann í leik með Horsens gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard. Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard.
Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira